Upplýsingar um svæðin

Suður Costa Blanca

Alicante

Costa Blanca - Hvíta ströndin. Ertu að leita að eign á Costa Blanca? Þá ert þú á réttum stað! Á Costa Blanca eru um það bil 320 sólskinsdagar á ári með um 18 gráðu meðalhita, lítilli úrkomu og ekki miklum raka. Með þessum veður skilyrðum er hægt að njóta útiveru allt árið um kring. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst því yfir að svæðið í kringum Moraira, Javea og Denia hefur "eitt umhverfisvænasta loftslag í heimi". Costa Blanca, eða Hvíta ströndin, nær um 170 mílur eftir austurströnd Spánar - frá Gandia í norðri til Murcia í suðri - borgin Alicante er um það bil í miðjunni.

Það er frábært úrval af ódýrum einbýlishúsum, húsum og íbúðum til sölu á Costa Blanca, auk þess eru þar fleiri Bláfánastrandir en aðrar spænskar strandlengjur – Bláfánastrandir eru trygging fyrir því að strandirnar séu hreinar, ómeðhöndlaðar og öruggar fyrir alla fjölskylduna. Costa Blanca er alþjóðleg og fjölbreyttur staður til að búa á: auk stórkostlegra stranda þá eru einnig stórbrotin fjöll, dalir, falleg þorp með hvítþvegnum húsum, golf, vatna íþróttir, hátíðir, saga og menning, matur og vín. Ferðaþjónusta er í mikilli uppbyggingu hreinar, stutt á milli þorpa, falleg óspillt sveit og frábært vegakerfi sem gerir það auðvelt að ferðast um. Á Alicante er alþjóðlegur flugvöllur. Nánari upplýsingar um Alicante er að finna hér.

Alicante flugvöllur er alþjóðlegur flugvöllur og sá fimmti stæðsti á Spáni. Flugvöllurinn er staðsettur um 9 km frá borginni. Flugvöllurinn fer sífellt stækkandi vegna mikilla aukninga ferðamanna ár hvert og er talinn 50 fjölfarnasti flugvöllur í Evrópu.

Meðal áhugaverðra staða í Alicante er Santa Bárbara kastalinn sem er táknrænn fyrir borgina og gnæfir hann 166 metra þar yfir. Það er mjög fallegt að horfa yfir borgina efst úr kastalanum og til hafs. Það er hægt að keyra upp í kastalan, ganga upp að honum og auk þess er lyfta í boði á toppinn. Verslun í Alicante er í blóma og þar er að finna flestar merkjaverslanir sem þekkjast meðal annars á Íslandi. Einnig er alltaf gaman að fara í verslunarmiðstöðina El Corte Inglés, þar er hægt að kaupa svo til allar helstu merkjavörur og ýmislegt fleira sem hugurinn girnist. El Corte Inglés er rétt hjá lestarstöðinni á Alicante.

 

Cabo Roig

Cabo Roig er þekkt sem gimsteinn Costa Blanca og hefur stórkostlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið í átt að La Manga skaganum og Mar Menor. Á Cabo Roig eru tvær töfrandi hvítar strandir - La Caleta og Cala Capitan – þær hafa báðar verið eftirsóttar vegna Bláa fánans - Bláfánastrandir eru trygging fyrir því að strandirnar séu hreinar, ómeðhöndlaðar og öruggar fyrir alla fjölskylduna. Alþjóðlegi flugvöllurinn á Alicante er í 45 km fjarlægð og Murcia flugvöllur aðeins í 30 km fjarlægð, einnig liggur góð hraðbraut að Cabo Roig. Í Cabo Roig eru eitthvað fyrir alla. Margir góðir veitingastaðir, barir, verslanir og golfvellir í heimsklassa. Zenia Boulevard verslunarmiðstöðin er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Cabo Roig. Fyrir þá sem elska að busla í sjónum allt árið þá er Cabo Roig fullkominn staður, þar er m.a. hægt að stunda siglingar, köfun, vatnsskíði og seglbretti.

Á Cabo Roig-skaganum eru þrír virkir golfvellir, falleg smábátahöfn, fjölmargir göngustígar meðfram ströndunum og fallegt útsýni. Allt þetta og meira til gerir Cabo Roig að eftirsóknarverðum stað. Það er einnig hægt að finna margt spennandi og áhugavert fyrir utan Cabo Roig, eins og til dæmis ýmis konar hátíðir (Fiesta), víngarða,sögulega bæi, söfn,skemmtigarða, vatnagarða, dýralíf, hestaferðir, tennis - eða nánast allt sem hugurinn girnist. Það hefur alltaf verið vinsælt að eiga húsnæði á Cabo Roig og þar er góður markaður fyrir útleigu á húsnæði ef þess er óskað.

 

Campoamor

Það er alltaf mikil eftirspurn eftir Golfeignum til sölu á Campoamor svæðinu. Þetta svæði er fullkomið fyrir alla sem hafa áhuga á golfi. Royal Campoamor golfklúbburinn er ekki eini golfklúbburinn á þessu svæði, heldur liggur hann mitt á milli Villamartin og Las Ramblas golfvallanna. Ef það er ekki nóg, þá tekur einungis 30 mínútna akstur til La Manga, þar sem auk golfvallar – er einnig að finna íþrótta- og tómstundaaðstöðu í heimsklassa. Íbúðir og einbýlishús í Campoamor eru að verða enn vinsælli en áður bæði fyrir erlenda kaupendur sem og innlenda. Eftir mikla uppbyggingu í Campoamor eins og íbúðakjarnarnir í Calas de Campoamor, Lomas de San Una, Las Orcas, Las Ramblas og nágrenni er hægt að finna eignir sem henta öllum, með mismunandi hönnun og verðflokkum. Margir spánverjar kaupa sitt annað heimili á þessu svæði til að geta slakað á frá daglega amstrinu. Það er plön um enn meiri uppbyggingu á svæðinu með að byggja kirkjur og skóla og búa þannig til fallegt og skemmtilegt samfélag. Þetta gerir Campoamor að frábærum valmöguleika fyrir þá sem vilja flytja til Costa Blanca. Campoamor svæðið er talið hafa heilbrigðasta loftslagið í Evrópu, yfir 300 sólardaga á ári og meðal hitastig um 20 gráður. Að kaupa eign í Campoamor á Costa Blanca er fullkomlega fyrsta skrefið til að ná sem mestu út úr náttúrunni og njóta lífsins. Það er ekki aðeins hægt að spila golf, fara í tennis, kappakstur, hjóla, stunda vatns íþróttir, vatnagarða, hestaferðir og fara á ströndina. Þar eru líka fullt af veitingastöðum, stutt að keyra til Villamartin, La Zenia eða Cabo Roig þar sem hægt er að finna enn fleiri góða veitingastaði og verslanir. Torrevieja er aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð. Alicante flugvöllurinn er í aðeins 45 mínútna fjarlægð.

 

La Zenia

La Zenia er frekar lítill en þó fjölmennur strandbær. Vel þekktur fyrir fallegu Blá fána strandirnar Cala Bosque og Cala Cerrada. Báðar þessar strandir eru með hvítum sandi og tærum sjó, fullkomnar fyrir fjölskyldufólk.

Nágrannastrandirnar í Cabo Roig og Playa Flamenca eru líka þess virði að heimsækja. Á allri strandlengjunni er að finna fallegar og hreinar strandir.

Eins og við er að búast á Costa Blanca, er veðrið frábært með yfir 300 sólardaga á ári, litlum raka og mildum vetrum.

Í bænum er m.a. Zenia Boulevard sem er talin stæðsta verslunarmiðstöðin í héraðinu. Þar er að finna yfir 150 verslanir með þekktum nöfnum, ýmsa viðburði og litríka og skemmtilega stemmningu.

Ef þú hefur áhuga á golfi, þá er þetta staðurinn fyrir þig! La Zenia er vinsæl staðsetning fyrir golfara sem vantar smá hvíld frá ströndinni. Það eru þrír golfvellir í topp klassa í nágrenni La Zenia: Villamartin Golf Club, Royal Campoamor Golf Club og Las Ramblas de Orihuela Golf Club.

Í næsta nágrenni er einnig að finna Orihuela Costa Resort Complex með frábærri tómstundaaðstöðu, meðal annars stórri sundlaug, tennis, líkamsræktarstöð, keilu, leiðsögn, börum og veitingastöðum.

Sveitin í kringum bæinn er umvafin appelsínu og sítrónubúgörðum, tveimur vötnum þar sem hægt er að sjá flamíngóa og aðra fallega fugla. Bærinn Torrevieja er einungis í 10 mínútna akstursfjarlægð, þar er hægt að finna úrval af mat, drykk, smábátahöfn og líflegum mörkuðum. Það er alltaf eftirspurn eftir endursölu eigna á Torrevieja svæðinu, þannig að ef þú ert að hugsa um að fjárfestinga í eign á Costa Blanca, getur þú verið fullviss að þetta svæði mun ekki lækka í verði.

La Zenia er fullkomnlega staðsett, nálægt strönd og nálægt hraðbrautinni sem gerir aðgengi að nærliggjandi borgum enn auðveldara. Borgirnar Murcia, Cartagena og Alicante eru allar innan seilingar og eiga það sameiginlegt að vera fallegar og skemmtilegar að heimsækja. Hver hefur sína sögu sem gaman getur verið að kynna sér. Flugvöllurinn á Alicante er alþjóðlegur og tekur einungis 45 mínútur að keyra á milli. Murcia er einnig með flugvöll en þó minni og takmarkað til hvaða landa er flogið.


Norður Corsta Blanca 

Calpe

Einn af fallegustu bæjum Costa Blanca. Helsta kennileiti bæjarins er fjall sem stendur í Náttúrugarðinum Penyal d´lfac. Fjallið er 332 metrar á hæð og útsýnið frá toppnum er stórkostlegt, á góðum degi er hægt að sjá alla leið til Ibiza. Opnunartími garðsins er takmarkaður og því ráðlagt að koma snemma ef fólk vill upplifa þessa fegurð.

Á höfninni í Calpe mætist fortíð og nútíð þar sem ný smábátahöfn hefur verið byggð við gömlu höfnina, þar eru daglegir fiskimarkaðir. Saga Calpe endurspeglast í fjölbreytileika bygginga og hægt að eyða mörgum klukkutímum í að ráfa um fallegar götur bæjarins.

Í bænum eru fullt af áhugaverðum stöðum til að skoða: Nokkur söfn, þar á meðal Festival museum og Fornminjasafnið þar sem hægt er að skoða Saltbúðirnar aftur til rómverska tímabilsins og leifar af rómverskum fiskeldisstöðum svo eitthvað sé nefnt.

Calpe er einnig þekkt fyrir fallegar strendur. Playa de Fossa, er löng strandlengja með fullt af veitingastöðum og börum í kring. Playa Arena-Bol er einnig löng strandlengja með hvítum sandi, vinsæl hjá fjölskyldum. Báðar þessar strandir eru með Blá fána viðurkenningu.

Í Calpe er blómlegt samfélag - það er talið að um helmingur íbúa Calpe sé upphaflega frá öðrum löndum. Aðstaðan í bænum er frábær, þar er allt það helsta sem á þarf að halda: matvöruverslanir, bankar, skólar (þar á meðal framúrskarandi alþjóðaskóli), dýralæknir, augnlæknar og heilsugæslustöðvar.

Calpe er einnig frábær staður fyrir íþróttafólk. Stórbrotin náttúra með miklu fjalllendi í kringum bæinn. Tilvalin til hjólaiðkunar, göngu, hlaup og klifur.

Það er gott aðgengi að Calpe. Hraðbraut er hluta af leiðinni að bænum og flugvöllurinn á Alicante er aðeins 70 km í burtu. Valencia er aðeins lengra frá eða um 105 km.

Ef þörf er á frekari sannfæringu þá er kannski best að minnast á veðrið líka – langir og heitir sumardagar, mildir vetrar, að meðaltali 315 sólskinsdagar á ári – eftir hverju ertu að bíða? Hvort sem þú ert að leita að íbúð eða húsi, erum við með mikið úrval af freistandi eignum til sölu á Calpe.

Það er mjög vinsælt að kaupa eign á Calpe - Calpe er einn af vinsælustu og þekktustu bæjunum á Costa Blanca.