Láttu draum þinn rætast og komdu í skoðunarferð til Spánar.
Skoðunarferðin verður endurgreidd ef þú kaupir nýja eign hjá okkur.
Við erum á staðnum, náum í þig á hótelið, sýnum þér þær eignir sem þú vilt skoða og nokkrar í viðbót.
Ef þú ákveður að kaupa fasteign, þá aðstoðum við þig í gegnum allt ferlið.
Við hjálpum þér að fá spænska kennitölu, ganga frá lánamálum ef með þarf og aðstoðum við kaup á húsgögnum og heimilistækjum.
Við leggjum engin aukagjöld ofan á kaupverðið en þú þarft að reikna með kostnaði við kaupin vegna ýmissa gjalda frá ríkinu og lögfræðingum á Spáni sem eru um 12 til 14% ofan á kaupverðið.
Við erum í samstarfi með öllum stærstu byggingarverktökunum á Costa Blanca og erum með reynda lögfræðinga bæði á Íslandi og á Spáni sem verða þér til aðstoðar við allt kaupferlið.
Við hlökkum til að taka á móti þér.