Kirkjusandur 1, 105 Reykjavík (Austurbær)
59.900.000 Kr.
Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
113 m2
59.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1996
Brunabótamat
39.980.000
Fasteignamat
48.850.000
Opið hús: 26. mars 2019 kl. 17:00 til 17:30.

Íbúð merkt: 01 03 01. Eignin verður sýnd Þriðjudaginn 26. Mars 2019 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Eignalind fasteignasalaKirkjusandur 1, íbúð fyrir vandláta: Eignalind fasteignasala og  Ellert Róbertsson sölumaður gsm. 893-4477 , Sigurður O Sigurðsson lögg. fasteignasali gsm. 616-8880 og Heiða Guðmundsdóttir gsm. 775-6272 .kynna í einkasölu glæsilega sérlega vel staðsetta 113,3 fm. endaíbúð íbúð á 3.hæð íbúð fylgir gott stæði í bílskýli. Þessi íbúð er sérlega henntug fyrir eldra fólk.

Nánari lýsing: Forstofa með góðum skáp, gott parketlagt hol. Eldhús er með góðri vandaðri innréttingu, gott búr, mjög góður borðkrókur, þar er glæsilegt útsýni m.a. út á sjó. Parketlögð stofa, frá stofu er gengið út á yfirbyggðar flísalagðar svalir. Sjónvarpshol/parket á gólfi. Á sér parketlögðum gangi er flísalagt baðherbergi með bæði baðkari og sturtu, svo og innréttingu. Gott hjónaherbergi með skáp, og rúmgott aukaherbergi með skáp/ parket á gólfum í báðum herbergjum. Sameiginlegt þvottahús fyrir fjórar íbúðir.  Á 1. hæð er sér góð geymsla svo og önnur geymsla t.d. fyrir dekk, sameiginleg  hjólageymsla, einnig er sameiginleg líkamsræktarstöð. Innangengt er í bílskýlið.
Eins á húsfélagið húsvarðaríbúð, svo og rými sem er leigt út fyrir snyrtistofu, og fara leigutekjur upp í hússjóð.
Öll sameign er til fyrirmyndar bæði úti og inn, á lóð er m.a. púttvöllur.
Húsvörður er í húsinu og sér um alla hluti.
Þetta er sérlega vel skipulögð íbúð á frábærum stað með miklu útsýni. Íbúð er  laus og til afhendingar við kaupsamning.
Möguleiki er á að taka 2ja herbergja íbúð upp í kaupverð.
Hægt að skoða með stuttum fyrirvara.
Nánari upplýsingar og skoðun veitir Ellert Róbertsson sölumaður gsm. 893-4477  eða ellert@eignalind.is svo og Heiða Guðmundsdóttir, gsm 7791929 eða heida@eignalind.is  

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Eignalind fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
 

Hvað kostar þín fasteign?
Kíktu á  
www.verdmat.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.