Gjaldskrá

Gjaldskrá Eignalind.is fasteignasölu. Gildir frá 1.1.2016

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi og gildir nema að um annað hafi verið samið. Fjárhæðir eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.

Kostnaður seljanda:

* Söluþóknun eignar í einkasölu er 1,9% af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægra en 248.000,- auk vsk.

* Söluþóknun eignar í almennri sölu er 2,5% af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægra en 248.000,- auk vsk.

* Söluþóknun byggingalóða er kr. 248.000,- auk vsk.

* Söluþóknun sumarhúsa er 2,5% af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægra en kr. 372.000,- auk vsk.

* Fast gjald, gagnaöflunargjald kr. 27.500,- með vsk vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.

* Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

* Innifalið í söluþóknun er: Myndataka, löggiltur fasteignasali annast sýningu eignarinnar og halda opin hús eins og þurfa þykir.

* Söluverðmat er án endurgjalds. Formlegt verðmat kr. 20.000, auk vsk-

Kostnaður kaupanda:

* Fast gjald, umsýslugjald kr. 59.900,- með vsk. fyrir þjónustu fasteignasölunar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.

Kostnaður kaupanda vegna þinglýsingar skjala, greiðist til sýslumanns í því umdæmi sem eignin er skráð:

* Stimpilgjald kaupsamnings er 0,8% af fasteignamati eignar. Þó greiðist 0,4% stimpilgjald sé kaupandi að kaupa eign í fyrsta skipti og 1,6% sé kaupandi lögaðili.

* Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.000

Eignalind Fasteignasala

Verðmat ehf 

kt 510716-2050

Engihjalla 8, 200 Kópavogi

sími 616 8880

VSK númer : 125271